Almennar upplýsingar - Öryggi og persónuvernd - Hverjir erum við

Heimsókn.is býður upp á einfalt kerfi sem heldur utan um heimsóknir aðstandenda til vinar eða ættingja sem af einhverjum ástæðum þarf á sérstakri umhyggju vina og vandamanna að halda. Þetta á til að mynda við um eldra fólk, hvort sem það dvelur í heimahúsi eða á dvalarheimili fyrir aldraða, langveika og fólk sem vistað er í fangelsum.

Þú getur orðið þér út um aðgangsorð um leið og þú skráir viðkomandi ættingja eða vin í kerfið. Því næst getur þú á einfaldan hátt boðið vinum og vandamönnum að tengjast kerfinu. Þið fáið þá aðgang að dagatali, dagbók og verklista þar sem þið getið m.a. skráð væntanlegar heimsóknir eða símtöl, ritað dagbókafærslu í kjölfar heimsóknar og skráð minnisatriðið á verklista. Ef enginn hefur heimsótt viðkomandi í nokkra daga (stillingaratriði hvers og eins) sendir kerfið út póst til áminningar.

Heimsókn.is einfaldar allt skipulag í kringum heimsóknir, kemur í veg fyrir óhagstæða dreifingu þeirra og veitir aðstandendum aukna hugarró á tímum sem oft geta verið fjölskyldum erfiðir.

> HORFA Á MYNDBAND
> HALA NIÐUR UPPLÝSINGABÆKLINGI (PDF)

  • Öll lykilorð í gagnagrunni eru dulkóðuð á þann hátt að ekki er hægt að afkóða þau.
  • Öll samksipti sem eiga sér stað við innskráningu (þegar aðgangsorð eru skráð og send) eru dulkóðuð.
  • Engum upplýsingum er deilt með þriðja aðila.
  • Öryggismál eru skv. ráðleggingum sérfræðings sem m.a. hefur unnið að upplýsingatæknimálum fyrir banka og ríkisstofnanir.
Heimsókn.is er hliðarverkefni Stoðkennarans ehf. Stoð-kennarinn heldur úti námssíðunni www.stodkennarinn.is sem tugir íslenskra skóla nota. Árið 2011 hófum við að hanna Heimsókn.is og höfðum þá viðað að okkur mikilli reynslu við versíðugerð.

Starkaður Barkarson er eigandi og helsti forritari fyrirtækisins. Það var í kjölfar þess að amma hans var lögð inn á dvalarheimili aldraðra að hann fann þörfina fyrir samskiptakerfi eins og Heimsókn.is býður upp á. Ef marka má viðtökur þá var hann ekki einn um að skynja þá þörf.
„Ég get ekki lýst því hvað þessi vefur hefur komið sér vel fyrir okkur í fjölskyldunni. T.d. var ég fjarverandi í 4 vikur og þá var got að geta fylgst með hverjir fóru og hvenær farið var í heimsókn, og hvernig staðan var.”
  Rósa Skarphéðinsdóttir

„Ég vil lýsa yfir ánægju minni með vefinn. Hann auðveldar okkur að fylgjast vel með, að samræma verkefni og vettvangsferðir sem við skipuleggjum og svo er bara svo gaman að fá nýjustu fréttir fljótt og vel. Kærar þakkir fyrir þetta frábæra framtak.”
  Kristrún G. Guðmundsdóttir

„Ég á alvarlega þroskakertan og einhverfan dreng og höfum við [...] nýtt okkur dagbókina til að koma því áleiðis sem gert er með honum í hvert sinn [...] Umfram allt hefur vefurinn þjappað því fólki sem að drengnum mínum stendur saman og skapað aukna samvinnu og samhug í umönnun hans.”
  Halldóra Rut

„Heimsókn.is er frábært framtak og mikið þarfaþing. Þannig náum við í fjölskyldunni að tryggja að amma fái heimsóknir nær daglega.”
  Páll Guðbrandsson